Heilsunudd
Slökunarnudd (meðferðartími er 30/60 mínútur-verð 4000/6000)
Með klassísku nuddi er leitast við að mýkja vöðva og örva hreinsun blóð- og sogæðavökva.
Íþróttanudd (meðferðartími er 30/60 mínútur verð 4000/6000)
Íþróttanudd er sérhæfð útgáfa á hinu hefðbundna klassíska vöðvanuddi. Beitt er þeim aðferðum sem henta íþróttaiðkendum hvort er, fyrir keppni, í keppni svo og eftir að keppni er lokið.
Heilsunudd (meðferðartími er 30/60 mínútur verð 4000/6000)
Hér er blandað saman klassísku heilsunuddi og trigger punkta meðferð til að vinna á áhrifaríkan hátt með vandamál einstaklings.
Heitsteinanudd (meðferðartími er 60/90 mínútur verð 9500/11900)
Það er upprunnið hjá indíánum og eru fjörusteinar hitaðir og notaðir til að djúphita vöðvana. Við hið aukna blóðflæði sem það framkallar hreinsast vöðvarnir af úrgangsefnum og veitir þetta mikla slökun og vellíðan. Einstaklega ljúf meðferð.
Partanudd (30 mínútur verð 4000)
Með klassísku heilsunuddi er leitast við að mýkja vöðva og örva hreinsun blóð- og sogæðavökva.
Shea og kókosolíu heilsunudd (meðferðartími er 30/60 mínútur 4500/6500)
Notuð er blanda af shea hreinu hnetusmjöri frá Afríku ásamt kókosolíu en báðar eru þær þekktar fyrir græðandi eiginleika. Nærir og endurnýjar húð á skjótan hátt. Hefur góð áhrif á gigt og bólgur.