Púls.is

Metamusic og Hemisync til náms fyrir fólk með skerta námsfærni.

Á síðustu árum hef ég haldið nokkra fyrirlestra hér á landi um notkun Hemisync en einnig hef ég nýtt mér tæknina hvert sinn sem ég held fyrirlestur um eitthvert efni.

Reynsla mín af því er sú að áheyrendur eru afslappaðir en á sama tíma vel vakandi og eiga léttara með að hlusta á klukkustundar langan fyrirlestur. Oftar en ekki hefur fólk haft á orði að færri truflandi hugsanir hafi komið inn meðan áheyrn stóð og að athyglin hafi horfið leið og ég breytti um tónlist. Sjálfri hefur mér fundist hemisync veita mér mikla hjálp til að halda einbeitingu við verkefni eða á fundum.

Mér er sérlega minnistætt þegar ung stúlka sótti fyrirlestur sem fór fram á ensku en var túlkaður á íslensku. Fyrilesturinn var um klukkustundar langur. Á meðan hann fór fram var spilaður diskurinn Rememberance. Hún sagði að hún hefði aldrei náð að halda einbeitingu lengur en 10 mínútur í senn í kennslustundum en nú hafði hún fylgst með allan tímann.

Heiðurinn að þessum frábæru diskum á ekki síst Barbara Bullard prófessor og segir hún svo frá.

,,METAMUSIC® diskarnir . RemembranceEinstein’s DreamIndigo for Quantum FocusSeasons at Roberts MountainIllumination, Guitar classico, Elation, Breakthrough, Golden mind og Baroque Garden voru þróaðir til að örva samhangandi heila ástand sem myndi auka hæfni til lærdóms og bæta afköst. Þessir diskar voru skapaðir sérstaklega fyrir einstaklinga með ADD og aðra námsörðugleika í huga en einnig fyrir þá sem vilja læra á snjallari hátt en ekki erfiðari.

Þetta þróaðist út frá forrannsókn sem var stýrt af Robert Sornson, PhD, 15  sen sýndi að það var ónóg samstillt heila-bylgju mynstur hjá fólki með ADD sérstaklega þá beta tíðni í vinstra heilahveli. Dr. Sornson, framkvæmdastjóri sérkennslu í Northville, Michigan, benti á að rannsóknir sýndu að þeir sem hefðu ADD ættu í erfiðleikum með að viðhalda þeirri háu örvun á heila sem er tengd einbeittri athygli og snerpu. Hann ræddi um notkun Hemi-Sync með beta-yfirtónum og tíðnimynstri sérstaklega þróað til að auka hugareinbeitingu. Sjá meira um þetta í bók Dr. Daniel G. Amen’s , Windows into the A.D.D. Mind (1997) og Change Your Brain, Change Your Life (2000).

Eftir að hafa hlustað á Bob Sornson fékk ég þá hugmynd að skapa ofurnáms tónlist með beta yfirtónum. Ég vonaði að þetta myndi hjálpa tánings sonum mínum sem báðir höfðu verið greindir með ADD. Næstu tvö árin unnum við Sornson með The Monroe institute að því að sameina þessar hugmyndir. Fyrsti METAMUSIC® diskurinn fyrir einbeitingu,  Rememberance með tónlist eftir J.S.Epperson var gefinn út 1994. Regluleg hlustun á Rememberance og fjóra aðra Hemi-sync titla gerðu drengnum mínum kleypt að vaxa upp úr ADD og forðast að taka Ritalin. Hann hefur nú útskrifast úr háskóla með B plús í meðaleinkunn.

Greinar eftir  Debra Davis, MA, 16 og Peter Spiro 18 no. 2 (1999). 17 staðfesta árangur Remembrance. Þessi góði árangur leiddi til þess að annar titill með sama tónsmið kom út 1996. Þetta var Einsteins dream. Útfærsla af sónötu fyrir tvö píanó í D dúr eftir Mozart. Seinna komu svo Indigo for Quantum focus, eftir J.S Epperson og Season at Roberts mountain eftir Scott Bucklin. Bæði Einsteins dream og Season at Roberts mountain nýta sér að auki jákvæð áhrif barokk tónlistar á ofurnám. (aðrir titlar með sama markmiði eru Golden mind og Baroque garden)

Vegna þess að þessir 4 Metamusic titilar eru með hinni hraðari beta yfirtónum þá henta þeir einkar vel yfir daginn til að auka hugar orku, snerpu, minni og  jákvætt hugarfar. Samvirkni ofurnáms og hraðari tónlistar með beta tíðni mynstri hjálpar til að hlustandi geti lært lengur og munað meira. Best er að nota þessa tónlist sem bakgrunns hljóm. Þessi tónsmíð gerir að verkum að upplýsingar eru geymdar víðar í heilaberki en ella.

Tökum nokkur dæmi.

,,Ég var greind með ADD fyrir mörgum árum. Þegar ég frétti fyrst af ávinningi þess að hlusta á METAMUSIC®, þá var ég mjög efins. Þegar ég byrjaði að hlusta á Rememberance fann ég strax mikinn mun. Öndunin var hægari og stöðug. Ég slakaði á náttúrulegan hátt en var á sama tíma árvökul. Ég varð fyrir áfalli þegar ég komst að því að ég hafði lært í klukkustund án þess að stoppa. Rememberance gerir mér kleyft að sinna námi mínu af fullkominni athygli núna.” RM 19 ára

Sextugur karlmaður var að læra fyrir guðfræðipróf. Hann átti í erfiðleikum með að læra bæði grísku og hebresku. Hugur hans gat einfaldlega ekki gripið þessi tvö tungumál og hann var um það bil að gefa draum sinn upp á bátinn. Vinur hans gaf honum Rememberance til að sjá hvort það leysti úr flækjunni. Á næstu 2 mánuðum náði hann tökum bæði á grísku og hebresku með hjálp Rememberance. Hann náði A og er nú pastor við Baylor spítalann.

Þegar ég vinn með skjólstæðinga sem eru með ADD, lesblindu eða aðra örðugleika hefur mér fundist mikil hjálp í að nota saman Metamusic og diska sem kallast Human plus sérstaklega titlana Attention, Think Fast, Brain: Repairs & Maintenance, Buy the Numbers (fyrir stærðfræði) og MIND FOOD® Retain-Recall-Release.”

Nú eru til sett af diskum sem hafa verið sérvaldir til að hjálpa yngri og eldri nemendum, foreldrum þeirra og fyrir kennara til notkunar í skólastofunni.

Hægt er að lesa meira um Hemisync á síðunni www.puls.is og einnig fást allir diskarnir þar.

Þýtt og endursagt úr grein eftir Barbara Bullard

References
15. Steven Halpern, Brochure for tapes (1999).
16. R. O. Sornson, “Using Binaural Beats to Enhance Attention,” Hemi-Sync Journal 18 no. 4 (1999).
17. D. D. Davis, “Bridging the Communication Gap: Hemi-Sync in Nursing Homes,” Hemi-Sync Journal 18 no. 2 (1999). 18. P. Spiro, “Hemi-Sync and the Self-Reflective Lover,” Hemi-Sync Journal 19 no. 4 (2001).

manganelo