Púls.is

Mikilvægi samstillingar heilahvela fyrir börn  
 
 

Hemi-Sync er hljóðtækni sem rannsökuð hefur verið í 47 ár af Monroe stofnuninni í Bandaríkjunum í samvinnu við marga virta háskóla, geðlækna, lækna, kennara, verkfræðinga og fleiri bæði innan og utan Bandaríkjanna.

 Hemi-Sync nýtist fólki og ekki síst börnum með hverskyns námsörðugleika, ofvirkni, athyglisbrest, einhverfu, lesblindu og heilalömun (cerebral palsy).  

Hemi-Sync samstillir heilann samtímis því að breyta bylgjulengd og mynstrum. Athyglin verður einbeittari, minni eykst og fólk hvílist betur meðan það sefur en svefn er mjög mikilvægur þáttur í öllu námsferli.

 Hemisync hjálpar einhverfum börnum að ná samhæfingu skynsviða. Einhverf börn eiga í erfiðleikum með að vinna úr taugaboðum og upplýsingum frá einu heilahveli til annars.

Árangursríkt nám krefst notkunar á báðum heilahvelum og sama gildir um góð samskipti. Til að ná árangri í stærðfræði þarf að bera kennsl á mynstur og rúm ásamt því að hafa gott minni og gott tak á notkun tákna. Sérhvert námsatriði sem vel tekst til við snertir bæði hægri og vinstri hluta heilans. Því er það svo mikilvægt að samstilla hann.

 Áhrif beta tíðninnar á heila barna með athyglisbrest og /eða ofvirkni (ADD) eykur eftirtekt og minnkar á sama tíma hvatlyndi og ofvirkni þeirra.

Hin samvirku áhrif skapa ýmisskonar örvun sem hefst í heilaberki og fer yfir í randkerfið þar sem tilfinningum okkar er hrundið af stað.

 Metamúsik með Hemi-Sync mynstri getur einnig hjálpað lesblindu fólki og þeim sem lesa hægt þar sem bæði atriðin tengjast villu í tímasetningu milli heilahvelanna. Þegar við lesum eru flestir góðir lesendur með vinstra heilahvel virkt á tíðninni 13 rið og miðlungs mögnun. Lesblindir á hinn bóginn hafa tilhneigingu til að vera með 10 riða tíðni sem er alfa tíðni og fremur háa mögnun þó sumir þeirra hafa óvenjulega lága mögnun. Litli-heili þeirra sem eru lesblindir hefur enn ekki lært samhæfingu og tímasetningu sem tengist innra jafnvægi líkamans.

Svo virðist sem samhæf blanda tónsmíða með yfirtónum á beta-tíðni og Hemi-Sync ívafi auðveldi nauðsynlega samstillingu heilans fyrir einbeitta athygli.

Tónlistar umhverfi hjálpar til við að læra af röggsemi fremur en af erfiðismunum.

 Hemi-Sync hjóðdiskar eru nú loks fáanlegir hér á landi í vefversluninni www.puls.is. En þar er einnig að finna aðrar heilsutengdar vörur.

 Þýtt og endursagt úr grein eftir Carmen Montoto, leiðbeinenda frá Monroe stofnuninni.

Lilja Petra Ásgeirsdóttir, dreifingaraðili Hemi-Sync á Íslandi, höfuðbeina-og spjaldhryggsjafnari og lífeindafræðingur.

 

 

S:6990858

 

manganelo