Púls.is

Notkun Hemi-sync til að losa streitu.

 

Eftirfarandi upplýsingar hafa verið sendar til Monroe stofnunarinnar af einstaklingum og fagaðilum um notkun Hemi-Sync og streitulosun.

 

Í lok annasams vinnudags og skóla hlusta ég og maðurinn minn gjarnan á annaðhvort “Surf” eða “Into the deep” meðan við búum til kvöldmatinn. Þetta hjálpar okkur að vinda ofan af okkur eftir streitu dagsins og ýtir undir þýð umskipti yfir í friðsæla kvöldstund.

 

Sálfræðingur segir svo frá: “ Á Verkja og streitustjórnunar deildinni er Hemi-Sync spilað í hátalarakerfi deildarinnar. Mismunandi Metamusic titlar eru spilaðir til að auka hæfileika sjúklinganna til að minnka streitu og auka slökun.

 

Félagsráðgjafi segir svo frá: sjötíu og tveggja ára krabbameins sjúklingur óskaði eftir slökunardiskum við innlögn á líknardeild. “ ég hef aldrei verið taugastrekkt manneskja en ég hef verið á tauginni frá því ég var í lyfjameðferðinni.” Ég skyldi eftir Deep 10 relaxation hjá henni og næstu viku sagði hún frá því að hún hefði ekki notað eins margar töflur frá því hún fékk diskinn. “Ég hafði verið að taka töflu á 4 tíma fresti eða minna. Í gær tók ég bara eina töflu allan daginn. Ég veit að diskurinn er að hjálpa mér. “ Hún greindi einnig frá bættum svefni.

 

Jafnvel þó að taugaveiklun og friðleysi væru aðal umkvörtunarefni sjúklingsins þá lá hún þögul eftir að hafa hlustað á Surf. Loks opnaði hún augun og sagði. “ég er of afslöppuð til að hreyfa mig”. Hún var einnig mjög ánægð með “Energy walk” og sagði. “Ég spilaði diskinn tvisvar í dag og það þaggaði niður í taugunum. Þetta hjálpar mér ekki bara að slaka á heldur finn ég að eitthvað er að gerast í líkamanum og ég veit að það er að gera eitthvað fyrir mig. Ég er afslöppuð og líður miklu betur.”

 

 

Fyrsti Hemi-sync titilinn sem ég hlustaði á var Deep 10 relaxation. Ég ætlaði ekki að trúa því sem var að gerast. Eftir aðeins tvær mínútur fann ég mun. Friðsældar tilfinningu og vellíðan sem umlauk mig allan. Þegar konan mín kom heim örmögnuð eftir vinnu benti ég henni á að nota diskinn. Eftir að hafa hlustað var hún þögul og kyrrlát. Þetta var frábær byrjun á ánægjulegu kvöldi.

 

Ég var að halda kynningu fyrir stóran hóp fósturforeldra um fíkn barna sem koma til þeirra í fóstur. Þegar þetta uppgefna,stressaða kærleiksríka fólk kom kl hálf átta í klukkustundar fyrirlestur setti ég á metamusik band og spilaði í bakgrunninum.

Ég gat séð hin róandi áhrif sem það hafði. Síðar spilaði ég Deep 10 relaxation fyrir þau. Ég hef aldrei séð þetta fólk svo afslappað.

 

Sálfræðíngur sagði; ...Metamusik... eykur hæfileika sjúklings til að slaka á og minnka streitu....

 

Fjórtán ára skjólstæðingur á fósturheimili átti erfitt með aðlögun og var mjög kvíðin. Hún var stöðugt á hreyfingu á meðan á meðferðartíma stóð og átti í miklum erfiðleikum með að einbeita sér að umræðuefninu meira en nokkrar mínútur. Frá því ég hóf að spila Hemi-sync fyrir hana hefur hún getað einbeitt sér að þeirri innri vinnu sem við erum að sinna. Við höfum notað “Winds over the world”, “Cloudscape”,”Rememberance” og “Surf” með frábærum árangri. Hún getur nú setið róleg og afslöppuð og þarf ekki að vera stöðugt að tékka á mér og umhverfinu.

 

Sextíu og eins árs gamall sjúklingur með mikla lungnaþembu og hjartabilun var lagður inn á deildina. Hún var mjög kvíðin og átti í erfileikum með öndun. Innan 24 stunda frá því byrjað var að spila Deep 10 Relaxation fyrir hana greindi starfsfólk frá því að kvíða stig hennar hafði minnkað verulega.

 

Diskarnir ykkar hafa hjálpað mér að höndla streitu og slaka betur á. Hvenær sem ég þarf á pásu að halda fyrir sjálfa mig þá hlusta ég á “Soft and still” og er endurnærð á eftir. Það er eins og allar áhyggjur dagsins hverfi á braut og ég finn fyrir friði og kyrrð. Besta er að ég hef lært að nota þessa reynslu til að slaka á jafnvel þegar ég hef ekki 30 mínútur til að nota diskinn. Ég loka bara augunum og hugsa um hina stórkostlegu tilfinningu sem kemur þegar áhyggjurnar flæða út með sjónum. Hugur minn kyrrist. Vöðvar slaka á um allan líkamann. Spenna í andliti mínu sem ég varð ekki einu sinni vör við að væri til staðar losnar. Það er frábært að vita að ég get hugað svona að sjálfri mér á svo mikilvægan hátt.

 

Læknir sem þjáðist af Chrons sjúkdómi sagði svo frá: “ Ég er dolfallinn yfir því hvernig “Positive Immune Program “ virkar. Jafnvel þó ég hafi ekki búist við neinum bata á svo skjótum tíma þá hef ég þegar tekið eftir minnkuðu streituálagi og líkamleg einkenni hafa minnkað. Mér finnst ég í fyrsta skipti vera við stjórnvölinn gagnvart veikindum mínum. “

 

Ég hafði verið undir miklu álagi í 2 mánuði. Mér fannst ég höndla það ágætlega en tók svo eftir að ég átti erfitt með að anda djúpt. Eftir að hafa hlustað á “Relax” tvisvar sinnum gat ég loks tekið langan og djúpan andardrátt aftur.

 

Tengdafaðir minn var mjög vantrúaður og hvert sinn sem ég talaði um það hvernig Hemi-sync hjálpaði mér og börnunum hnussaði í honum. Hann gat ekki meðtekið að einhver hljóð gætu gert gæfumuninn. Ég reyndi oft að fá hann til að prófa við mismunandi aðstæður sem hann var í en allt kom fyrir ekki. “ Ekki ég” Þennan vetur fékk hann brjóstkvef sem kom og fór. Hóstaköst héldu fyrir honum vöku og vegna ónógs svefns var hann pirraður. Jafnvel þó ég væri treg til að taka við reiði fyrir að vera enn einu sinni að þrýsta á hann með hemisyncið þá mælti ég með Lung repairs and maintanance við hann. Kannski var hann svona aðframkominn eða kannski hugsaði hann með sér að hann gæti nú loks þaggað niður í mér þegar hann samþykkti að prófa. Hvað sem því líður þá kom hann síðar meir út úr svefnherberginu með bros á vör. Mér finnst ég frjáls sem fuglinn. Svo afslappaður. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég veit ekki hvenær ég var síðast svona afslappaður.

 

Sjúklingur minn var ákaflega strekktur og var óskað eftir streitulosandi meðferð. Ég sagði honum að nýjustu rannsóknir stórra sjúkrahúsa og háksóla sýndu að slökunartækni með sérstakri tónlist hjálpaði fólki mjög að slaka á og koma reglu á andardrátt og laga blóðþrýsting. Eftir aðeins nokkurra mínútna hlustun á “Sleeping through the Rain” hafði hægt á andardrætti hans og andlitsvöðvar slaknað. Meðferð á líkamlegum einkennum hans varð miklu auðveldari fyrir okkur báða.

 

Vikan var þegar mjög annasöm þegar framkvæmdastjórinn okkar sagði okkur að viðskiptavinur úr öðru fylki þurfti að fá nætursendingu strax. Það þurfti að taka saman og flokka mikið magn af efni á innan við klukkustund. Ég spilaði Rememberance fyrir mig og samstarfsfólk mitt. Það hjálpaði okkur að halda einbeitingu meðan við fórum gegnum hin mörgu þrep verkefnisins yfirvegað og með miklum árangri. Okkur tókst að ljúka verkefninu á tíma og áttum meira að segja aukastund til að hlaupa upp á auk þess sem við héldum vitinu.

 

Ég hlusta á The Visit og Guide to serenity til að hjálpa mér að slaka á eftir erfiðan dag á skrifstofunni. Viðhorf mitt er alltaf miklu betra eftir að hafa hlustað á diskinn. Ég fer endurnærður inn í kvöldið laus við áhyggjur dagsins.

 

Reglubundin notkun Hemi-sync þjálfar sjúklinga með margþætt kvíðatengd einkenni að ná slökun á einfaldan hátt. Þetta er mjög hjálplegt í sálrænni meðferð til að hamla kvíða meðan á meðferð stendur.

 

Iðjuþjálfi greindi frá því að oft þarf hún að valda skjólstæðingum sínum þjáningum. “Þeir eru strekktir til að byrja með og verða jafnvel enn strekktari meðan á meðferð stendur vegna verkja. “ Meðferðir ganga mikið betur eftir að ég fór að spila Metamusik í meðferðar herberginu. “ég myndi ekki vilja gera þetta án Hemisync núna þar sem það hjálpar þeim að slaka á og fá meira út úr meðferðinni.”

 

Fimmtu og fimm ára gömul kona bætti hjarta starfsemi sína og almenna heilsu með því að nota Relax, Let go, Circulation og Heart repair and maintenance. Þessum sjúklingi var ráðlagt af lækni að halda áfram að nota Hemisync þar sem það virtist ekki vera nein þörf á að snúa aftur að lyfjameðferð. Það er vert að geta þess að konan hélt áfram að nota Hemisync tækni og náði frábærum árangri við mjög streituvaldandi aðstæður.

 

Læknir á endurhæfingarstöð fyrir áfengis og vímuefnasjúklinga. “ Ég notaði Hemi-sync sérstakleg Relax sem viðbót við 12 spora kerfið. Niðurstöður urðu þær að sjúklingarnir áttu mun auðveldara með að höndla streitu á uppbyggjandi hátt.”

 

Energy walk, Deep 10 Relaxation og Surf eru í uppáhaldi hjá mér. Ég nota stikkorðin úr Relax og Tune Up diskunum oft á daginn og það hjálpar mér virkilega mikið að jafna neikvæðan hugsunarhátt og halda stjórn á mér undir miklu álagi.

 

Áður fyrr var heimavinnu aðstoð við 7 ára barnið mitt mikil kvöð og strögl fyrir okkur bæði uns við fórum að nota Concentration. Núna fer hún inn í herbergi til sín af sjálfsdáðum og setur á annað hvort Concentration eða Surf og fer að læra. Ég er þakklát fyrir betri námsárangur en enn þakklátari fyrir hið bætta andrúmsloft heima fyrir.

 

Skrifstofudagarnir voru oft fullir streitu. Klukkan fimm leið mér eins og ég hefði verið hnýtt saman. Ég náði að höndla þetta með því að sofna fyrir fram sjónvarpið á kvöldin en það var ótækt þau kvöld sem voru hljómsveitaræfingar. Það pirraði mig þegar hlómsveitarmeðlimur sagði mér að ég liti út fyrir að vera hengd upp á þráð og það kæmi fram í því hvernig ég spilaði. Han lánaði mér Catnapper og ég hlustaði í fyrsta sinn það kvöld á bílastæðinu áður en ég fór heim. Slökunaráhrifin voru ótrúleg. Öll spennan og pirringurinn hvarf á braut og í lok disksins var ég endurnærð og friðsæl. Ég nota nú Catnapper reglulega.

 

 

manganelo